![]() |
Fyrsta myndin af litlu valhnetunni okkar!! Vika 6 + 1 og ef þú skoðar vel, sérðu örina sem bendir á litla hjartað.............
![]() |
Önnur myndin af litla krílinu, 1. september 2005, vika 8 +1. Ef þú skoðar vel, þá sérðu litlu valhnetuna í neðri hlutanum af dökka svæðinu (legvatninu) og krílið er sitjandi. Semsagt, hausinn up, botninn niður. =) Krílið var 16 mm frá haus niður að rassi, sem er alveg á áætlun. Við sáum líka handleggina og fótleggina, en myndin sýnir það ekkert sérstaklega vel.
![]() |
Þriðja myndin, 15. september, 2005, vika 10 + 1. Litla höfuðið er til vinstri og búkurinn til hægri og maður sér litlu handleggina líka =). Krílið var steinsofandi og lét sko ekki trufla sig, en litla hjartað var alveg á fullu. Krílið er núna 33 mm og alveg á áætlun!
![]() |
Hérna er litla krúttð okkar, vika 12 + 1 - ef þú
skoðar vel, þá sérðu höfuðið til hægri, við fengum að sjá vangasvip........
örin bendir á litla nebbann! Var á fullri ferð út um allt!

Hérna er svo litla krílið, vika 15 + 1, 9,9 cm
frá haus niður að rassi og lítur rosa vel út. Höfuðið er til hægri og krílið
horfir niður, bakið í boga efst og fyrir neðan eru handleggirnir og
fótleggirnir kúrðir saman. Var ofsa sætt, á fleygiferð út um allt!

Hérna erum við svo aftur, 8. nóvember, 2005, vika 17 + 6. Litla krílið er núna rúmlega 12 cm niður að rófubeini og nákvæmlega á áætlun. Myndin er tekin á sama hátt og næsta á undan, litli hausinn til hægri og horfir niður, maður sér hálsinn betur og svo bakið og mallann. Á myndinni kúrir það sig, en var samt á fullu allan tímann!!

Hérna er litla krílið 29. nóvember, 2005, vika 20 + 6
Það horfir niður, hausinn er til vinstri og svo sér maður hryggsúluna
Krílið er núna rúmlega 15 cm frá haus að rófubeini og dafnar ofsalega vel
![]() |
Hérna er nýjasta myndin af litla krílinu, tekin 21. desember, 2005, vika 24 + 0 Nú fengum við ofsalega sæta mynd af hliðinni á höfðinu (til hægri), fyrir framan það sér maður lítinn handlegg og hönd og þar fyrir neðan eru táslur að kíkja. Sniðugt að sjá að þetta kríli fær sennilega frekar nebbann af pabba sínum!!
![]() |
Ný mynd af litla krílinu, tekin í viku 27 + 0 - síðasti þriðjungur nýbyrjaður! Allt í fínasta fínu og fengum aftur svo sæta hliðarmynd!
![]() |
Hérna er nýjasta myndin af litla krílinu, tekin 2. febrúar 2006, í viku 30 + 1. Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður nú hratt!! Litla krílið er u.þ.b. 1,5 kg og vex og dafnar alveg ofsalega fínt! Var á fullri ferð og loksins með hausinn niður!!